Framleiðendur Vörusmiðjunnar koma allstaðar af landinu, þó einna helst frá Norðurlandi vestra. Í Vörusmiðjunni leitast þeir við að framleiða og þróa hágæða vörur úr eigin hráefni.
Breiðargerði er staðsett framarlega í Skagafirði. Þar er ræktað grænmeti, en auk þess eru á bænum endur, hænur og býflugur. Einnig er stunduð þar skógrækt. Ábúandi í Breiðargerði er Elínborg, og frá og með haustinu 2019 hóf hún að þróa og framleiða vörur í Vörusmiðjunni. Fyrst og fremst er verið að vinna með hráefni sem falla til við ræktunina og hefðu annars farið til spillis svo sem útlitsgallað grænmeti, en einnig vannýttar auðlindir á borð við krækiber. Lögð er áhersla á gæði, góða nýtingu hráefnis og að vinna gegn matarsóun.
Lesa meiraHildur Þóra Magnúsdóttir er stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins Pure Natura en fyrirtækið framleiðir vítamín/fæðubótarefni úr íslenskum lambainnmat og jurtum. Fyrirtækið leggur áherslu á hreinleika og eru vítamínin án alla auka- og fylliefna og er hver framleiðsla rannsökuð til að tryggja gæði afurða og hreinleika þeirra. Fyrirtækið nýtir aðstöðu Biopol á Skagaströnd til að vinna sitt hráefni.
Lesa meiraHraun á Skaga í Skagafirði er sauðfjárbú en þar er líka blómlegt æðavarp. Ábúendur eru Merete og Steini. Þau framleiða afurðir úr lamba- og ærkjöti hjá Vörusmiðjunni ásamt því að taðreykja kjöt í reykkofa á Hrauni.
Lesa meiraSölvanes er sauðfjárbú og ferðaþjónusta á Fremribyggð í Skagafirði. Sölvanes er fjölskyldubú, rekið af Rúnari Mána og Eydísi. Þau framleiða vörur úr folalda-, lamba- og ærkjöti hjá Vörusmiðjunni.
Lesa meiraElín Ósk og Kristófer eiga fjögur börn og eru ábúendur í Köldukinn II í Austur-Húnavatnsýslu. Þau búa með suðfé og hross. Þau keyptu jörðina árið 2014 og eru að fikra sig áfram sem smáframleiðendur. Þau horfa frekar á gæði frekar en magn í sinni framleiðslu.
Lesa meiraSigrún og Þórarinn á Stórhóli í Skagafirði eru félagar í samtökunum Beint frá býli og Opnum landbúnaði. Þau selja selja lambakjöt, kiðlingakjöt, andaregg og landnámshænuegg ásamt handverki en á Stórhóli er blandaður búskapur og gallerý. Þau framleiða ýmsa vöruflokka úr lamba-, ær- og kiðlingakjöti í Vörusmiðjunni.
Lesa meiraErla og Jóhann í Kambakoti búa með sauðfé og hross og framleiða afurðir úr folalda- lamba- og ærkjöti. Þau eru einnig skógræktarbændur og kolefnisjafna því alla sína framleiðslu.
Lesa meira