Smáframleiðendur á ferðinni
Logo

Aðstaðan

Vörusmiðjan er 104 fm aðstaða til leigu fyrir þróunarvinnu, framleiðslu, námskeiðahald og til einkanota.
Aðstaðan er vel til þess fallin að framleiða og þróa vöru. Allur aðbúnaður er hannaður með það í huga að hann stuðli að góðu og heilnæmu vinnuumhverfi fyrir framleiðendur.
Hitastiginu í vinnslurýminu er hægt að stýra sem kemur sér vel þegar unnið er með viðkvæmt hráefni.
Tæki og borð eru á hjólum, þannig að það er auðvelt að útbúa vinnslulínur, einnig er leyfilegt að koma með sín eigin tæki.
Verkefnastjóri Vörusmiðjunnar veitir ráðgjöf á öllum stigum ferlisins, frá vöruþróun til markaðssetningar.
Hlífðarfatnaður er á staðnum, sloppar, skór, stígvél, svuntur, hanskar og hárnet.
Kaffistofa er á staðnum m.a. með ísskáp, örbylgjuofn, brauðrist og kaffivél

taeki
Kælir 4 fm / frystir 4 fm
taeki
Hakkavél 200 kg/klst
taeki
Hamborgarapressa
taeki
Steikarpanna 80 x 90 cm
taeki
Bandsög, sagar heila skrokka
taeki
Eldavél, fjórar hellur 80 x 60 cm
taeki
Hrærivél 40 lítrar
taeki
Farsvél 15 kg
taeki
Ofn 10 hæða
taeki
Lofttæmingarvél, suðubanar 50 x 70 cm
taeki
Vinnsluofn, notkun: kaldreyking, heitreyking, suða, steiking, þurrkun.
taeki
Vog, max 30 kg
taeki
Vog, max 5 kg

Skráðu þig á póstlistann

Viltu fá áminningu daginn áður en bíll smáframleiðenda er á þínu svæði?